Cortækni ehf. er ungt íslenskt fyrirtæki sem tekur í fyrsta sinn þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í júní. Fyrirtækið kynnir þar nýja vöru sem stefnt er að góðum árangri með á innanlandsmarkaði.

EcoLine ELP (Extreme Lubricant Penetrant) olían er þróuð af Cortec Corporation. Þetta er öflugt gegnflæðandi smurefni, unnið úr sojabaunum og niðurbrjótanlegt í náttúrunni, til alhliða nota. Olían er samsett úr náttúrulegum fræolíum og völdum íblöndunarefnum sem gefa betri smureiginleika og meiri virkni en hefðbundnar smurolíur.

Hægt er að nota hana á allar tegundir málma í margs konar tilgangi. Hún smyr hreyfanlega hluti, losar ryðbolta og kælir/smyr málmskurðartæki.

Cortækni telur EcoLine ELP vera framúrskarandi valkost fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi or öðrum greinum sem eru meðvitaðar um umhverfisáhrif bæði vegna þess að hún er lífgrunduð, með öfluga virkni og lítil umhverfisáhrif.

Fyrirtækið mun einig kynna aðrar vörur frá Cortec á sýningunni í ár.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

EcoLine_ELP copy