Fyrirtækið Catchgreen, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Suður-Afríku, hefur í samvinnu við fyrirtækið GAIA Biomaterials, þróað nýja tegund af lífbrjótanlegu plasti (PBS), sem er fjölliðað úr aukaafurðum jarðolíu og nefnist Biodolomer®Ocean. Verið er að prófa þessa uppfinningu við framleiðslu reipa og veiðafæra til að leysa af hólmi hefðbundin og óvistvæn nælon-efni og veiðifæri úr háþéttni-pólýetýlen (HDPE). Þessi nýju veiðafæri munu draga úr neikvæðum áhrif sem fylgja því að eldri gerðir veiðfæra glatast eða eru skilin eftir, svokölluð draugaveiði, með hæfni sinni til að brotna niður í skaðlausan lífmassa þegar notkunartíma þeirra lýkur.

Sýnt hefur verið fram á að lífbrjótanlega plasið (PBS) brotnar niður í vatni og kolefni við ýmsar aðstæður, þar með talið rotmassa og sjávarset. Þetta á sér stað í tveggja þrepa ferli, sem örvað er af náttúrulega ensíminu PBSase.

Eldri rannsóknir á veiðafærum sem nýtt hafa sér PBS-fjölliður hafa sýnt fram á að niðurbrot hefjist eftir um það bil tveggja ára notkun og að mikil notkun geti dregið úr virkni þeirra og getu. Catchgreen hefur einbeitt sér að því að vinna bug á þessum samdrætti í skilvirkni og getu með því að setja Biodolomer Ocean í stað þess hluta veiðafæranna sem eru farinn að gefa sig. Þannig hefur tekist að viðhalda skilvirkni með lausnum sem sniðnar eru að þörfum hvers notanda fyrir sig. Catchgreen er einnig umhugað um að kanna allar þær greinar sjávarútvegs þar sem þessi framleiðsluvara hentar best.

SINTEF, sem staðsett er í Noregi og er ein stærsta óháða rannsóknastofnun sinnar tegundar í Evrópu, hefur annast prófanir á Biodolomer Ocean og lofa fyrstu niðurstöður góðu. Búið er að skipuleggja margháttaðar ítarlegri rannsóknir og er gert ráð fyrir að þær muni úrskurða nákvæmlega hvernig og hversu hratt efnið brotnar niður við mismunandi aðstæður í hafi.

Líftími svipaðra efnasambanda hefur reynst vera um tvö ár og hafa staðbundnir umhverfisþættir mikil áhrif á endanlega lengd niðurbrotsins. Gögn úr frekari prófunum við raunverulegar aðstæður eru mikilvæg til að ákvarða möguleika efnisins og hugsanlegar breytingar sem gæti þurft að gera á formúlunni til að hún gagnist fyrir framleiðslu á búnaði úr Biodolomer Ocean í atvinnuskyni í sjávarútvegi og öðrum sviðum.

Að auki eru ýmis tilraunaverkefni í gangi með samstarfsaðilum úr ýmsum atvinnugreinum, til að kanna hvernig Biodolomer Ocean stendur sig við mismunandi aðstæður.

Catchgreen sýnir nú í fyrsta skipti á Íslensku sjávarútvegssýningunni, IceFish 2024 og verður kynningu fyrirtækisins að finna í sýningarbás SBZ12. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast fullvissir um að nýjustu útgáfur þessarar uppfinningar muni standa sig vel við notkun í þara-og þangeldi, endurheimt kórala og við endurbætur eldri neta, sem opna muni nýja og stóra markaði. Þeir vonast einnig til að komandi útgáfur muni henta vel til notkunar við krefjandi aðstæður, þar á meðal í veiðitroll og heil net. Þeir viðurkenna að vegna þess hversu flókin slík net eru og miklar kröfur gerðar til hæfni þeirra við erfið skilyrði, mega gera ráð fyrir að gera þurfi frekari endurbætur á formúlunni til að hægt sé að framleiða sterkari vörur úr efninu.

Um þessar mundir er fjöldaframleiðsla á efninu að hefjast, svo að hægt sé að útvega nægjanlegt magn af Biodolomer Ocean í fleiri tilraunaverkefni, þar á meðal ákaflega metnaðarfullt og áhugavert verkefni sem felur í sér notkun trollneta við veiðar undan ströndum Suður-Afríku.

 

Catchgreen

Catchgreen

 

[Catchgreen.jpg] Myndatexti: PBS er alifatísk fjölliða sem brotnar niður með lífrænum hætti og eru bundir góðar vonir við að hún geti eyðst með mismunandi hætti, þar með talið með meltingu örvera í hafi.