Bátasmiðjan Trefjar hefur hefur á þessu ári smíðað nýja fiskibáta fyrir bæði heimamarkað og útflutningsmarkað, og tekur einnig þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni árið 2022.

Nú í sumar luku Trefjar við að smíða Cleopötru 40BB fyrir útgerðina Blakksnes í Sandgerði, og viku þar frá hefðbundnu vinnulagi með því að þróa í samstarfi við skipahönnunina Ráðgarð 12,50 metra langan línubát og 6,70 metra á breiddina svo hún passi inn í flokk smábáta sem eru minni en 30 brúttótonn.

Hulda er búin sjálfvirkum Mustad línuveiðibúnaði og hefur veitt með góðum árangri í sumar út af Vesturlandi.

Óvenju mikil breidd bátsins gefur óvenju mikið lestarpláss auk þess að hafa rými fyrir átta kojur í fjórum káetum sem gefur Huldu færi á að fara í lengri túra ef þörf krefur.

Noregur er meðal helstu útflutningsmarkaða Trefja og á þessu ári hafa norskir kaupendur fengið nokkra báta, nú síðast netabátinn Nygrunn sem fór til Ørjan og Ketil Sandnes, sem gera út frá Leknes á Lofoten.

Nygrunn kemur í staðinn fyrir eikarbát sem þrjár kynslóðir Sandnes-fjölskyldunnar höfðu gert út síðan 1971, og með honum er tekið mikilvægt skref inn í framtíðina. Báturinn er búinn Tohmei ARG250 stöðugleikabúnaður sem lágmarkar hreyfingu bátsins í hvers kyns sjólagi og tryggir þannig stöðugt vinnuumhverfi sem leiðir af sér betri meðferð á bæði afla og veiðarfærum.

„Við tökum þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni á næsta ári,“ segir Högni Bergþórsson hjá Trefjum. „Megnið af pöntunum til okkar síðustu árin hafa komið frá útflutningmörkuðum okkar í Noregi, Frakklandi og annars staðar, en Ísland er heimamarkaðurinn okkar og eðlilega mikilvægur fyrir okkur. Þannig að IceFish er frábært tækifæri fyrir okkur til þess að hinna viðskiptavini okkar og vonandi fá að kynnast einhverjum nýjum.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Photo - Trefjar

Photo - Trefjar