Baader hefur nú gengið til liðs við Íslenska sjávarklasann með það í huga að styrkja þá stefnu sem mörkuð hefur verið, að enginn úrgangur falli til við fiskvinnslu í heiminum.Robert Frocke, framkvæmdastjóri

BAADERs, og dr. Þór Sigfússon, stofnandi og eigandi Íslenska sjávarklasans, undirrituðu aðildarskjalið á sýningarbás BAADERs á alþjóðlegu fiskvinnslusýningunni Seafood Processing Global 2022 í Barcelona nýverið.

„Nú þegar við erum orðin partur af Íslenska sjávarklasanum ætlum við að efla samstarf okkar þvert á greinarnar með því að skiptast á sérþekkingu og vera í nánum samskiptum við þær stofnanir og samtök sem máli skipta,“ sagði Focke.

Samkvæmt Baader er ný vinnslutækni, þar á meðal grænar tæknilausnir, lykilatriði þegar kemur að því að draga úr matarsóun og kolefnisfótspori. Ennfremur getur ný tækni bætt vörugæðin, hreinlætið, orkunýtingu og vatnsnýtingu og þar með verið virðisaukandi fyrir viðskiptavininn, til viðbótar sjálfbærninni.

Fyrirtækið bendir á að hliðarafurðir geta verið allt frá tiltölulega verðlitlum afurðum, eins og til dæmis þær sem einkum eru notaðar í dýrafóður, upp í afar verðmætar afurðir sem notaðar eru í lyf, snyrtivörur og heilsufæði.

„Í heimi sjávarafurða er milljónum tonna af hliðarafurðum fisks losað í landfyllingar, sem er bæði dýrt og eykur á losun gróðurhúsalofttegunda,“ sagði Þór Sigfússon. „Íslenski sjávarklasinn og Baader hafa ákveðið að vinna saman að því að efla nýtingu sjávarafurða. Við stefnum á að vinna saman að því að aðstoða sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa metnað til að búa til verðmæti úr hliðarstraumunum.“

Á fiskvinnslusýningunni í Barcelona kynnti Baader ákvörðun fyrirtækisins um að taka af heilum hug þátt í því meginverkefni Sjávarklasans, sem er að fullnýtingu í vinnslu sjávarafurða, og var kynningarefnið þróað í samvinnu við Þór. Baader kynnti einnig fyrstu háþróuðu lausnina fyrir virðisaukandi vinnslu hliðarafurða – en hún er samsett af hakkavél frá Skaganum 3X og hreinsibúnaði frá BAADER og fleiri vinnslutækjum frá öðrum fyrirtækjum.

Íslenski sjávarklasinn í Reykjavík byrjaði sem verkefni við Háskóla Íslands en er nú öflugt fyrirtæki sem opnar fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi tækifæri til að tengjast öðrum, bæði á Íslandi og utan landsins.

Þór Sigfússon stýrir ráðstefnunni Fishwaste for Profit sem haldin er samhliða Íslensku sjávarútvegssýningunni á öðrum og þriðja degi hennar á Grand Hotel Reykjavík.

BAADER verður með kynningu sína á bás B30 á Íslensku sjávarútvegssýningunni og verður einnig með kynningu á Innovative Food Processing Concepts til að ná fram 100% nýtingu.

Caption:Þór Sigfússon, stofnandi og framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, og Robert Focke, framkvæmdastjóri Baaders, undirrituðu samkomulagið.