Vefurinn Aquafacts er nýfarinn í loftið, en þetta er öflug upplýsingaveita þar sem er að finna nýjustu tölur um fiskeldi í Noregi, á Íslandi, Skotlandi og Færeyjum.

Nálgast má ítarleg gögn og greiningar á fiskeldisstarfsemi í fyrrgreindum löndum. Áskrifendur Aquafacts fá ekki aðeins upplýsingar jafnóðum um staðsetningu, eldistegundir og eigendur allra fiskeldisfyrirtækja, heldur geta þeir séð tölur um lífmassa á hverri eldisstöð (að undanskildum Noregi), nýjustu upplýsingar um lýs og hvernig meðferð hefur verið notuð á hverjum stað.

Notendur fá einnig nýjustu gervihnattarupplýsingar um staðsetningu brunnbáta frá AIS (automatic identification system) ásamt tæknilegum upplýsingum og veðurspá fyrir svæðið. Með greiningarþjónustunni er einnig boðið upp á nýjustu fjárhagsgreiningu og þar með mikilvægar upplýsingar fyrir eigendur eldisstöðva, hlutafjáreigendur og virðiskeðjurnar, sem og fyrir fjárfesta, banka og tryggingafélög.

Ennfremur er hægt að nálgast upplýsingarnar hvar sem er í appi.

Eigendur fyrirtækisins eru færeysku feðgarnir Hanus og Óli Samró.

Hanus er meðstofnandi og framkvæmdastjóri. Hann segir að enda þótt upplýsingarnar sem Aquafact tekur saman séu byggðar á opinberum gögnum þá sé býsna flókið að finna þær til og greina vegna tungumála-, menningar- og þjóðernisþröskulda.

Aquafacts kemur í kjölfarið á Fishfacts-vefnum, sem var settur á laggirnar fyrir nokkrum árum til þess að birta greiningartölur um fiskiskip, skipafélög, afla, veiðiheimildir, AIS-staðsetningu og fjárhagslegar upplýsingar.

Í dag eru viðskiptavinir Fishfacts meira en 700 fiskiskip í 25 löndum í fjórum heimsálfum.

 

Aquafacts New

Aquafacts New

Caption: Aquafacts birtir upplýsingar jafnóðum um starfsemi fiskeldisstöðva í Noregi, á Íslandi, Skotlandi og Færeyjum.