Allt lítur vel út með Íslensku sjávarútvegssýninguna árið 2022, segir Diane Lillo, sölustjóri Mercator Media, en hlutverk hennar er að vera í góðum tengslum við þátttakendur í sýningunni.

„Horfur eru virkilega góðar með Íslensku sjávarútvegssýninguna, þrátt fyrir öll vandamálin í tengslum við heimsfaraldurinn,“ segir hún. Nú þegar mánuðir eru til sýningar þá hafi um 80% sýningarrýmisins verið pantað eða staðfest.

„Þetta sýnir að mikill áhugi er á að komast inn á íslenska markaðinn, og einnig á fiskveiðum, fiskvinnslu og fiskeldi á norrænum slóðum. Á sýningunni 2017 endurbókuðu margir sýnendanna sig fyrir næstu sýningu, þannig að við erum með tryggan hóp margra sýnenda sem oft hafa tekið þátt og koma aftur núna. En við erum líka með tilkomumikinn hóp fyrirtækja sem ekki hafa tekið þátt í sýningunni áður,“ sagði hún.

Þetta endurspeglar greinilega hve vítt svið sýningarinnar er orðið og að leitast er við að búa til vettvang fyrir bæði fiskvinnslugeirann og fiskeldisiðnaðinn sem er í örum vexti á Íslandi.

„Frá Noregi verður Optimbar með sýningarbás í fyrsta skipti, og þeir eru þungavigtarframleiðandi flókinna kerfa fyrir fiskveiðar og fiskeldi. Sömuleiðis eru Knuro, sem framleiðir sérhæfð fiskeldiskerfi, og franska fyrirtækið ISI Fish að koma á Íslensku sjávarútvegssýningun, en þessi fyrirtæki líta á sýninguna sem tækifæri til þess að kynnast norræna sjávarútvegsgeiranum,“ segir hún.

„Við sjáum líka töluverðan áhuga hjá fyrirtækjum sem vilja komast í tengsl við fiskvinnslugeirann, og þar má nefna Steen sem er í fyrsta sinn að taka þátt hjá okkur.“

Tersan skipasmíðastöðin í Tyrklandi, sem er orðið lykilfyrirtæki í smíði hátækni verksmiðjuskipa, er að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í fyrsta skipti.

„Það er gott að sjá að við erum líka með íslensk fyrirtæki sem koma til okkar í fyrsta sinn, eins og Vaki, og þetta stafar af því að sýningin er með vaxandi áherslu á fiskeldishluta greinarinnar,“ segir hún.

Diane Lillo nefnir einnig að það hafi reynst vel þegar norsku sýningarskálarnir bættust við ríkjahópana á síðustu sjávarútvegssýningu.

„Þannig að á þessu ári ætlum við einnig að setja upp franskan sýningarskála á Íslensku sjávarútvegssýningunni.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

21465-1027