Astilleros Zamakona hefur getið sér góðan orðstí fyrir gæði þeirra verka sem fyrirtækið hefur tekið að sér fyrir fiskiskipaflotann sem veiðir út af ströndum Vestur-Afríku. Skipasmíðastöð fyrirtækisins gegnir lykilhlutverki í viðgerðum og viðhaldi fiskiskipa í þessum heimshluta.

Skipasmíðastöð þessi í Bilbao hefur lengi verið þekkt fyrir að smíða háþróuð skip, þar á meðal flókin fiskiskip. Spænska útgerðarfyrirtækið Echebastar hefur smíðað nokkur nótaskip fyrir veiðar á hitabeltistúnfisk í Zamakona Bilbao skipasmíðastöðinni, nú síðast Aterpe Alai sem var afhent til eigenda árið 2019.

Árið 2019 afhenti Zamakona einnig uppsjávarskipið Adenia, einn af nokkrum nýjum uppsjávartogurum sem bæst hafa við flotann á Hjaltslandseyjum á síðustu árum.

Nú hefur Astilleros Zamakona fengið afar mikilvæga pöntun sem er nýbygging, Gitte Henning, hannað af Salt Ship Design. Talið er að þessi dragnóta- og uppsjávartogari muni setja ný viðmið og í honum verður töluvert af nýstárlegri tækni eins og tvöfaldar skrúfur, dísilrafknúningur og fastsegulsvindur.

Zamakona lítur á Norðurlönd sem mikilvægan markað fyrir sérfræðiþekkingu stöðvarinnar á því að smíða afar flókin skip.

„Ísland er mjög mikilvægur markaður fyrir Zamakona. Við sjáum að eigendur íslenskra fiskiskipa eru sífellt að gera áætlanir um nýsmíðar og skipin þeirra eru alltaf búin nýjustu tækni," sagði Luis Magro hjá Astilleros Zamakona.

„Við tókum þátt í IceFish sjávarútvegssýningunni árið 2017 og það var ómaksins virði. Það var mjög gagnlegt fyrir okkur að hitta skipaeigendur ásamt skipasölum og skipahönnuðum."

„Við framleiðum eftir forsögn þeirra og spörum þeim tíma og kostnað með því að senda þeim vöruna ýmist innanlands eða beint til viðskipavina erlendis."

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is