Skipið er smíðað fyrir Berg-Hugin í Vard Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Í kjölfar Vestmannaeyjar kemur svo væntanlega systurskipið Bergey og síðan fimm önnur fyrir útgerðarfyrirtækin Skinney-Þinganes, Útgerðarfélag Akureyringa og Gjögur.

Togararnir eru 28,90 metra langir og óvenju breiðir eða 12 metrar, og allir eru þeir knúnir tveimur 294 kW Yanmar aðalvélum og tveimur Finnøy skrúfum sem eru 2000mm í þvermál. Þessi nýstárlega hönnun á að gefa togurunum allan þann togkraft sem þeir þurfa. Nýjungarnar eru fleiri því þessi sjö nýju skip eru öll útbúin með því allra nýjasta í sísegulrafvindum frá norska framleiðandanum Seanoics, ásamt Scantrol sjálfstýritogkerfum.

Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra, sem sigldi nýja skipinu heim frá Noeegi, er Vestmannaey afar hljóðlátt skip, varla neitt heyrðist í vélunum.

„Þetta er stórkostlegt skip á allan hátt og mjög vel útbúið,“ sagði hann, og nefndi að þetta væri mikil framför frá gömlu Vestmannaeynni sem nýi togarinn kemur í staðinn fyrir.

„Þetta eru betri aðstæður í samanburði við gömlu Vestmannaey. Það á bæði við vinnusvæðið í vélarrýminu og vinnsludekkið, og þar eru miklar breytingar.“

Nýja Vestmannaeyin fer ekki strax til veiða því enn á eftir að setja upp vinnslubúnaðinn. Birgir Þór Sverrisson reiknar með því að nýi togarinn verði orðinn klár til veiða í lok ágúst eða snemma í september.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is