Í ljósi þessarar óvissu sem stafar af COVID-19 vinnur Mercator Media Limited áfram að því að undirbúa Íslensku sjávarútvegssýninguna (Icefish) sem haldin verður dagana 23.-25. september og fær ráðgjöf um til hvaða ráðstafana þarf að grípa til þess að halda þennan viðburð með öruggum hætti sem skilar árangri. Við vitum að flugferðir til Íslands hefjast á ný 15. júní og að íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir því að samkomutakmörk verði hækkuð upp í 2000 manns nú í sumar.

Icefish hefur í nærri 40 ár verið vettvangur þar sem fagmenn í greininni og sýnendur koma saman, skiptast á þekkingu og eiga viðskipti. Mercator Media er staðráðið í að gera þennan viðburð að veruleika að því marki sem við getum það með öruggum hætti.

Eins og ávallt látum við okkur mestu varða heilbrigði og öryggi sýnenda okkar, gesta og starfsfólks. Treysta má því að Mercator Media Limited sýni fyllstu aðgætni og fari að ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðisyfirvalda eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og yfirvöldum á hverjum stað.

Reynsluríkt starfsfólk okkar mun fylgjast grannt með ástandinu og upplýsa næst um stöðuna þann 1. júlí

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is