Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru kynnt til sögunnar á sýningunni 1999 – og þau hafa einnig tekið breytingum til að endurspegla breytingar í greininni, og nýjasta breytingin endurspeglar aukna áherslu sjávarútvegsins í Norður-Atlantshafi á virðisaukningu, fiskeldi og vaxandi kröfur um fullnýtingu aukaafurða; að ná verðmætum og næringu úr öllu, allt frá fiskroði til úrgangs frá rækjuvinnslu.

Í verðlaununum 2020 sameinast eldri verðlaun – framúrskarandi íslenskur skipstjóri, framúrskarandi afrek á Íslandi, bestu básarnir og besta nýjungin á sýningunni – ásamt nýjum útgáfum af verðlaunum sem miða að því að vekja athygli á árangri framleiðenda víða að úr heimi sjávarútvegsgeirans á alþjóðavísu, auk þeirra fyrirtækja sem útvega þeim þá tækni sem þarf til að allt gangi upp.

„Þetta þýðir ekki að við útilokum fiskveiðigeirann, heldur erum við að setja upp vettvang til að vekja athygli á hugmyndaríkum fyrirtækjum á breiðara sviði í geiranum. Með því að láta verðlaunin ná til stærri hóps fyrirtækja þá endurspeglar það hve fiskveiðar, sjávarfangsgeirinn og fiskeldisfyrirtækin um heim allan eru orðin alþjóðleg,” sagði Marianne Rasmussen-Coulling, viðburðastjóri hjá Mercator Media.

„Varla er hægt að vera með sýningu á Íslandi, sem er svo framarlega í sjávarútvegi, án þess að tryggja að viðurkenning sé veitt fyrir framúrskarandi hæfileika og árangur – bæði meðal heimamanna og gesta. Eftir að hafa orðið vitna að svo mikilli nýsköpun og hugmyndauðgi greinarinnar, sem samstarfsútgáfur okkar segja frá, þá hlakka ég alltaf til þess að sjá úrvalið sem ritstjórnarhóparnir frá World Fishing & Aquaculture og Fiskifréttir koma með, en saman mynda þau dómnefndina,” segir hún.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is