Færeyska upplýsingaveitan FishFacts, stofnuð árið 2018, hefur vaxið hratt. Vefútgáfan tengir eigendur og skipstjóra fiskiskipa við þjónustuveitendur um heim allan.

Það eru feðgarnir Óli og Hanus Samró sem standa að FishFacts.

Þjónustan er byggð á víðfeðmum gagnagrunni fiskiskipa sem stöðugt er yfirfarinn og uppfærður, og hægt er að fylgjast með flotanum í gegnum AIS staðsetningarkerfið.

Þetta er síðan tengt við gagnagrunn birgja þar sem er að finna ítarlegar upplýsingar um fyrirtæki sem útvega sjávarútvegsfyrirtækjum um heim allan hvers kyns búnað og þjónustu.

Notendur eru skipstjórar, eigendur skipa og útgerðarstjórar, allt frá heimahögum FishFacts í Norður-Atlantshafinu til vesturstrandar Kanada og til Okhotskahafs, og frá Svalbarða til Suðurskautsins, og er þar að finna fulltrúa fiskiskipa af öllum tegundum.

Eftir því sem FishFacts hefur vaxið fiskur um hrygg hefur stefnan verið sett á að víkka enn frekar út starfsemina – og nú hefur verið ákveðið að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni næst.

„Ísland er mikilvæg fiskveiðiþjóð og þess vegna fannst okkur mikilvægt að vera á staðnum á sýningu sem dregur til sín skipstjóra og skipaeigendur frá norrænu löndunum,” segir Hanus Samró, sem er sölustjóri FishFacts.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is