„Okkar reynsla er sú að fiskurinn gengur mun hraðar aftur í trollpokann og lifir mun lengur í þessum poka en í öðrum gerðum og það hlýtur að skila sér í betra og ferskara hráefni.“

Báðir skipstjórarnir á Berki hafa tekið þátt í þróun T90 trollpokanna sem felldir eru á DynIce kvikklínur, ásamt starfsfólki frá Síldarvinnslunni og sérfræðingum frá Fjarðarneti á Akureyri, sem er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar Ísland ehf.

T90 trollpokarnir, felldir á DynIce kvikklínur, voru fyrst kynntir til sögunnar árið 2016 og prófaðir þá um sumarið um borð í Beitni. Þetta var tilraunaþróun í samstarfi Fjarðarnets og Síldarvinnslunnar, og í framhaldinu voru gerðar ýmsar breytingar og aðlaganir eftir að makrílvertíðinni lauk þá um haustið. Ákvörðun var tekin um að halda áfram þróunarvinnunni um borð í Berki árið eftir. Árangurinn varð sá að skipstjórarnir voru hæstánægðir með reynsluna af þessum veiðarfærum. Neðansjávarkvikmyndir sem teknar voru af pokanum við makrílveiðar vörpuðu ljósi á ýmsa nýja og áhugaverða þætti sem auðvelduðu nauðsynlegar aðlaganir.

Meðal helstu kosta T90 trollpokans er sá að möskvarnir haldast vel opnir. Að sögn Hálfdánar Hálfdánarsonar þýðir þetta að gott flæði verður í gegn og fiskurinn fer hraðar aftur í pokann. Þetta gefur smáfiskum greiða leið út.

„Flæðið í gegnum pokann er mjög gott og dælingin gengur vel. Aðalmunurinn er sá að fiskurinn lifir lengur í þessum poka, og þótt það hafi ekki verið staðfest af vinnslunni í landi þá hlýtur þetta að skila sér í ferskara hráefni og betri gæðum,“ sagði Hálfdán.

Þetta sama kerfi T90 trollpoka á kvikklínu er einnig notað um borð í Vestmannaeyjabátnum Sigurði bæði á makríl og síld. Beitir er einnig með T90 trollpoka, en án kvikklínanna, að því er Tómas Kárason segir, en hann er skipstjóri á Beiti á móti Sturlu Þórðarsyni. Hann segir að þeir hafa sömu reynsluna af þessu eins og skipstjórarnir á Berki, og það sé eftirtektarvert að sjá hversu vel trollpokinn hleypir í gegnum sig þar sem möskvunum er alltaf haldið opnum.

Hampiðjan hefur kynnt vörur sínar á Íslensku sjávarútvegssýningunni síðan 1984.

Frekari upplýsingar um sýningaraðstöðu, fjármögnunarmöguleika og skráningu á 2020 IceFish má finna á www.icefish.is/is

Sími: +44 1329 825 335

Tölvupóstur: icefish@icefish.is