Búnaðurinn er framleiddur af Marel og danska fyrirtækinu Hillerslev, en hann viktar aflann um leið og hann kemur í land og er sambærilegur búnaði sem notaður er í Noregi, Danmörku og á Færeyjum.

„Með tilkomu þessa nýja vigtunarbúnaður verður fiskiðjuverið eina uppsjávarvinnslan á landinu sem vigtar allan afla áður en vinnsluferill hefst, en flestar vinnslur byggja á afurðavigtun," segir Jón Már Jónsson, framkvæmdastjóri landvinnslu fyrirtækisins. Hann segir þetta fjárfestingu upp á 100 milljónir króna og hér sé um allmikinn búnað að ræða.

"Búnaðurinn er mjög vandaður og höfum við fulla trú á að hann muni virka vel. Með tilkomu þessa nýja búnaðar er unnt að dæla fisknum í land með meiri sjó en ella og það minnkar álagið á fiskinum í dælingunni og fer því betur með hann.“

Jón Már segir búnaðinn leiða af sér aukin framleiðslugæði. Uppsetningin gangi vel og reiknað sé með að búnaðurinn verði kominn í gagnið þegar makrílvertíð hefst í lok júní eða í byrjun júlí.

International sales:

Diane Lillo Tel. +44 1329 825 335 or email dlillo@mercatormedia.com

Icelandic sales:
Birgir Þór Jósafatsson Tel: +354 896 2277 birgir@icefish.is or Bjarni Thor Jonsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is