Samherji, FISK Seafood, HB Grandi, Rammi, Gunnvör og VSV auk dótturfyrirtækja Samherja erlendis standa nú öll að fjárfestingum í nýjum botnfisktogurum sem eru í smíðum í Tyrklandi, Noregi og Kína.

Í síðustu viku voru tvö ný skip sjósett. Í Tersan-skipasmíðastöðinni var Sólberg í eigu Ramma sjósett en skipið á að koma í stað hins 43 ára Mánabergs og hins 36 ára Sigurbjargar. Nýr togari Samherja, Björgúlfur, var svo sjósettur í Cemre-skipasmíðastöðinni. Sum nýju skipanna eru með hinum einkennandi X-stafni sem sjómenn hafa rökrætt fram og aftur undanfarið.

Allri þessari nýsmíði fyrir íslenska fiskveiðiflotann er ætlað að koma í stað skipa sem smíðuðu voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Nýju skipin gefa kost á hagkvæmari tækni við orkunýtingu sem lengi hefur verið beðið eftir, auk þess sem þau verða búin nýjustu tækni í meðferð afla, þar með talið íssparandi kælikerfi sem Skaginn hefur þróað og svo 3X sem komið verður fyrir um borð í þremur nýjum togurum HB Granda, Engey, Viðey and Akurey.

Nú er verið að útbúa fyrsta nýja togarann með Nautic-hönnun við Cemre-skipasmíðastöðina í Tyrklandi. Við því er búist að Engey HB Granda komi fyrst nýju botnfisktogaranna til Íslands en afhending er áætluð í árslok 2016.

Fyrirtæki og fyrri sýnendur sem hafa ekki þegar bókað sér sýningarbás fyrir Icefish 2017 ættu að hafa samband við Marianne Rasmussen-Coulling, annað hvort í netfang eða síma: icefish@icefish.is  | +44 1329 825335.