„Við höfum tekið þátt í hverri einustu sýningu síðan fyrirtækið var stofnað, og ætlum að halda því áfram,” segir Helgi Kristjánsson, sölustjóri hjá Naust Marine.

„Við lítum svo á að Sjávarútvegssýningin sé mikilvægasti viðburður greinarinnar vegna þess hve alþjóðleg hún er, og megnið af verkefnum okkar er erlendis. Fyrir okkur er lífsnauðsynlegt að vera áfram til staðar á alþjóðlegum markaði.”

Naust Marine hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á síðustu árum. Fyrirtækið hefur sett upp verksmiðjur í öðrum löndum til að vera nær þessum mörkuðum, þar á meðal Naust Marine Spain sem hefur verið að framleiða togdekk og síðar einnig rafkerfi.

Verkfræðingar við Naust Marine Spain hafa getað þróað rafknúinn búnað á vinnsludekk sem nýtist bæði til togveiða og dragnótaveiða. Kerfin hafa verið afhent í nokkur ný skip sem smíðuð eru á Spáni fyrir hollenska eigendur. Neeltje PD_141 og Good Hope LH-357 eru smíðaðir í Nodosa Shipyard og hafa báðir verið afhentir með vindum frá Naust Marine, sem er ný framleiðslulína frá fyrirtækinu.

„Vindurnar sem við höfum smíðað á Spáni fyrir þessi skip til blandaðra veiða hafa staðið sig vel og allt bendir til þess að við höfum dottið niður á kerfi sem virkar afar vel. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um þessi blönduðu kerfi þannig að greinilega er áhugi á því sem við gátum þróað fyrir þennan hollenska viðskiptavin,” sagði Helgi Kristjánsson

Naust Marine er einnig sem stendur að vinna að stærstu pöntun sem fyrirtækið hefur tekið á móti, en það er pakki með yfir 250 vindum fyrir rússneska útgerðarfyrirtækið Norebo. Búnaðurinn er allt frá togvindum og netatromlum yfir í aukavindur og bómuvindur sem verða afhentar til Severnaya skipasmíðastöðvarinnar í Pétursborg þar sem heill togarafloti er að taka á sig mynd.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is