Hálft ár er þangað til sýningin verður haldin og við höldum áfram með jákvæðni að leiðarljósi að skipuleggja þennan glæsilega viðburð, í náinni samvinnu við samstarfsaðila okkar á Íslandi og í fullu samræmi við afstöðu þeirra til faraldursins.

IceFish 2020 er kjörinn vettvangur fyrir fagfólk og sýnendur til að leiða saman hesta sína, öðlast nýja þekkingu og starfa saman. Við vinnum staðfastlega að því að setja upp viðburði á okkar vegum með öryggið í fyrirrúmi.

Heilsa og öryggi sýnenda, gesta og starfsmanna er okkur alltaf efst í huga. Þið getið verið viss um að Mercator Media Ltd. hlítir ráðum og fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á borð við Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem og staðbundinna yfirvalda heilbrigðismála í hverju landi.

Teymið okkar hefur mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði og það mun halda áfram að fylgjast grannt með stöðunni og uppfæra hana í samræmi við þróun mála í aðdraganda sýningarinnar.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is