Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, skoðaði vöxtinn í róbótavæðingu og gagnastýringu í greininni og hvernig sú þróun leiðir til aukinnar fullnýtingar hráefna.

Hann segir það enga tilviljun að Marel hafi tvöfaldað fjárfestingar sínar í hugbúnaðarþróun og -rannsóknum á síðasta ári. „Við erum í fararbroddi í greininni og við þurfum á framlagi ykkar að halda til að skapa framtíðina og umbreyta því hvernig matvæli eru unnin – um það snýst þetta í dag.“

ShowHow-sýningar Marels hafa undanfarin ár orðið að þungavigtarviðburði í greininni, og dagskráin nú í september sameinaði málstofur og sýningu á búnaði í verki. Þrjár sjálfvirknilínur buðu upp á ólíka möguleika og vöktu sérstaklega athygli meðal gesta, þar á meðal nýstárlegum pökkunarbúnaði fyrir fiskvinnslu sem skammtar afurðum samtímis í misstóra kassa.

Af öðrum hápunktum sýningarinnar má nefna nýja StreamLine flæðilínu sem er með þróaðan búnað til að fylgjast með afköstum og frammistöðu. StreamLine skurðarflæðilínan er ætluð fyrir eldisfisk á borð við barra, borra og beitifisk (sea bass, sea bream og tilapiu) og notar Innovs hugbúnaðinn til að mæla frammistöðu með raumtímagögnum.

Í Innova tilraunastofunni gátu gestir sýningarinnar fylgst með því hvernig búnaðurinn virkar í rauntíma.

Marel nýtti ShowHow einnig til að kynna FleXicut hugbúnað sem gerir notandum kleift að prófa sig áfram með að stilla FlexiCut skurðarmynstur til að hámarka verðmæti flakanna. Þetta sýnir sveigjanleikann í vatnsskurði með tvo vatnsspíssa og tvo hnífa ásamt því að FleXicut gefur möguleika á því að skera fiskinn eftir pöntunum og auka jafnframt verðmæti afurðanna.
Marel hefur lengi verið fastur þátttakandi í IceFish og hefur nú ákveðið að færa til dagsetningu ShowHow sýningar sinnar í Kaupmannahöfn á næsta ári, þannig að hún verði ekki í september eins og venjulega heldur þann 22. október 2020.

„Það eru margir atburðir í gangi og fyrir okkur er lykilatriði að ná til íslenska markaðarsins, þannig að okkur finnst það vel þess virði að hafa okkar sýningu mánuði síðar til að ekki verði neinir árekstrar við IceFish,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri fiskiðnaðar hjá Marel.

„Það er margt að gerast hjá Marel núna  þegar fyrirtækið býr sig undir róbótavæðingu. Þetta er svið sem Marel hefur mikla sérþekkingu á þessu sviði og framundan eru mörg spennandi verkefni sem hægt er að hlakka til. Á IceFish á næsta ári munum við gera okkar besta til að gefa gestum dýpri mynd af þessari þróun.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is