Marel er eitt þeirra íslensku tæknifyrirtækja sem hvað mestrar velgengni nýtur. Í fyrstu var það einungis birgir fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki en hefur nú tryggt sér sess í fararbroddi tækniþróunar fiskvinnslubúnaðar á heimsvísu ásamt því að nýta sér reynsluna af fiskvinnslu við vinnslu kjöts og fiðurfénaðar.   Vörumerki Marel er nú orðið að finna því sem næst alls staðar, á vogum og flokkunarkerfum, í uppboðssölum, um borð í fiskiskipum og hjá fiskvinnslufyrirtækjum um heim allan. Marel hefur stækkað umtalsvert með árunum en höfuðstöðvar þess eru í Garðabær. Þar er að finna bæði skrifstofur fyrirtækisins og umfangsmiklar byggingar fyrir smíði og þróunarstörf auk verksmiðja víða um heim sem tryggja nálægð við markaðssvæðin sem þjónað er.   Marel hefur allt frá upphafi verið mjög áberandi á markaði og gætt þess að hafa vörur sýnar og þjónustu sýnilega. Fyrirtækið vandar valið á þeim stöðu þar sem það kynnir sig og starfsemi sína og tekur reglulega þátt í sýningum af ýmsu tagi, ekki síst IceFish, en Marel hefur verið með allt frá byrjun árið 1984.   „Íslenska sjávarútvegssýningin hefur allt frá upphafi árið 1984 verið mikilvægur fundarstaður Marels og framleiðenda íslensks sjávarfangs,“ sagði Sigurðu Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðardeildar Marels.   „Marel selur fiskvinnslubúnað um heim allan og tekur því þátt í fjölmörgum sýningum víða um heim. Íslenska sjávarútvegssýningin standur þó hjarta okkar næst vegna þess að þar er okkar heimamarkaðssvæði og við fáum einstakt tækifæri til þess að hitta viðskiptavini okkar og kynnast bæði þeim og fiskvinnslunni, ásamt því að þar fáum við vettvang til þess að kynna vörur okkar.“   Marel hefur alltaf lagt áherslu á að hafa á boðstólum nýsköpun sem vekur mikla athygli á hverri sjávarútvegssýningu og gera má ráð fyrir að sýning ársins 2017 verði þar engin undantekning.   Fyrirtæki og fyrri sýnendur sem hafa ekki þegar bókað sér sýningarbás fyrir Icefish 2017 ættu að hafa samband við Marianne Rasmussen-Coulling, annað hvort í netfang eða síma: icefish@icefish.is  | +44 1329 825335.