Þótt Polar sé með úrval af hefðbundnum toghlerum fyrir fiskiskip af öllum stærðum þá hefur fyrirtækið aldrei hikað við að verja tíma og fjármunum í rannsóknir og þróun. Fjarstýrði toghlerinn þeirra, Poseidon, hefur þegar reynst hafa mikla möguleika til bæði uppsjávar- og botnsjávarveiða.

Poseidon hlaut nýsköpunarverðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar fyrir nokkrum árum, en þróun hlerans hefur verið nákvæmnisvinna og ýmsar hindranir hafa verið í veginum. Nú eru þessir hlerar að koma á markað innan skamms, ásamt hefðbundnum toghlerum fyrirtækisins.

“Við höfum verið önnum kafin allt þetta ár,” sagði hann.

“Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir hagkvæmari toghlerum fyrir meðalstóra togara og við höfum útvegað nokkrum skipstjórum á Írlandi Thor-hlerana og við Miðjarðarhafsstrendur Spánar hafa Jupiter-flottrollshlerarnir okkar, v-laga hlerar sem toga yfir botni og halda trollinu opnu, orðið mjög vinsælir.

Hann bætir við að Covid-19 ástandið hafi haft áhrif á alla og hægt hafi verið á starfseminni, en eftirspurnin sé enn til staðar.

“Þessir meðalstóru togarar eru yfirleitt þeir sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af lokunum, því aflinn úr þeim ratar á borð veitingahúsagesta. En nú þegar byrjað er að slaka á kröfum um lokanir í sumum löndum þá er starfsemin að byrja að taka við sér,” sagði hann.

Atli Már Jósafatsson hefur frá upphafi verið í sömu starfsgrein, hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu J. Hinrikssyni á unglingsárum og hefur varið stórum hluta starfsævinnar í tengslum við trollhlera, ekki síst eftir að hann stofnaði Pólar sem er með eigin vörulínu trollhlera bæði fyrir botnsjávarveiðar, uppsjávarveiðar og semi-pelagic veiðar.

“Icefish er mikilvægur vettvangur fyrir Polar Fishing GEar. Þetta er okkar heimamarkaður, þannig að þetta er að mörgu leyti nánast fjölskyldumál því við höfum nánast alist upp með mörgum af skipstjórunum og útgerðarstjórunum sem við hittum á Icefish,” segir hann.

“En Icefish dregur líka til sín fólk frá útgerðarfyrirtækjum um heim allan sem vill kynnast því sem er nýtt í Norður-Evrópu – þannig að Icefish er viðburður sem við gætum ekki leyft okkur að missa af.”

International sales:

Diane Lillo Tel. +44 1329 825 335 or email dlillo@mercatormedia.com

Icelandic sales:
Birgir Þór Jósafatsson Tel: +354 896 2277 birgir@icefish.is or Bjarni Thor Jonsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is