Togararnir tveir fyrir Síldarvinnsluna eiga að koma í staðinn fyrir hina tíu ára gömlu Vestmannaey og Bergey, sem báðar eru gerðar út af dótturfélaginu Bergur-Huginn. Þessi tvö skip hafa reynst vera sérlega góð veiðiskip í gegnum árin.

Þessir sjö nýju togarar eru hver um sig 28,95 metra langir og 12 metrar á breiddina. Ólíkt því sem tíðkast hefur við hönnun togara verður hver þeirra knúinn tveimur 400 hestafla Yanmar aðalvélum með tveimur skrúfum. Togararnir verða allir jafnframt búnir rafknúnum spilum af nýjustu kynslóð.

Um borð getur búið allt að 13 manna áhöfn og í lestarrými komast fyrir 80 tonn af ísuðum fiski í körum.

Síldarvinnslan hefur greint frá því að smíðinni miði vel og reiknað sé með að fyrstu togarnir tveir verði afhentir í sumar.

„Þetta eru stórir togarar af minni gerðinni, ef svo mætti lýsa þeim,“ sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar, þegar hann heimsótti skipasmíðastöðina Vard í Noregi ásamt Jóni Valgeirssyni, skipstjóra Bergeyjar, og aðalvélstjórunum tveimur til að fylgjast með gangi verksins.

„Þeir eru rétt tæplega 29 metrar en eru 12 metrar á breiddina og rista djúpt. Við erum spennt að taka á móti nýju skipunum, sem vonandi verður í sumar.“

„Ég er ánægður með allt sem ég hef séð, þetta virðast vera bæði hagkvæm og fögur skip,“ bætti Jón við.

„Aðstæður allar verða betri um borð í þessum skipum heldur í eldri togurunum og miklar framfarir hvað varðar vinnslubúnað á dekki. Ég hef mikla trú á þessum bátum og það verður fróðlegt að vinna með nýjungar á borð við tvær skrúfur,“ sagði hann.

Síldarvinnslan hefur lengi tekið þátt í Íslensku sjávarútvegssyningunni, eitt af mörgum útvegsfyrirtækjum fylgjast með sýningunni til að sjá nýjustu vendingar í greininni.

Frekari upplýsingar um sýningaraðstöðu, fjármögnunarmöguleika og skráningu á 2020 IceFish má finna á www.icefish.is/is
Sími: +44 1329 825 335
Tölvupóstur: icefish@icefish.is