Bopp er til húsa í Lanvéoc á Bretaníuskaga og hefur áratugum saman verið það fyrirtæki sem franskur sjávarútvegur leitar helst til, hvort heldur þegar vindukerfi vantar í togaraflotann eða sérhæfðan búnað til túnfiskveiða með snurvoð í Suðurhöfum.

Á undanförnum árum hefur fyrirtækið fært út kvíarnar, einskorðar sig ekki lengur við franska markaðinn heldur hefur það verið að byggja upp sterka viðveru í Bretlandi og á Írlandi. Bopp-vindukerfin sem afhent hafa verið í tvö ný skip í Bretlandi, Audacious og Victory Rose, hafa vakið mikla athygli og fyrirtækið er að leita leiða til að útvíkka markaðssvæði sitt enn frekar.

„Við erum að sýna á IceFish í fyrsta sinn,” segir David Thepaut hjá Bopp. „Norræna svæðið er áhugavert fyrir þá tegund af tækjabúnaði sem við framleiðum og við lítum svo á að IceFish opni leið inn á þann markað.”

Bopp framleiðir ýmsar tegundir af vindum fyrir togara og nótaveiðiskip, ásamt netatromlum, spennubreytum, gilsaspilum og öðrum búnaði. Á síðasta ári bættist löndunarkrani við framleiðslulínu fyrirtækisins – og nokkur frönsk útgerðarfyrirtæki tóku strax að panta slíkt.

„Núna erum við að framleiða þilfarsbúnað fyrir nýja skipið Russa Taign sem er í smíðum fyrir skoska eigendur og fyrir nýja írska togarann Mary Paul,” sagði hann.

Bopp útvegaði einnig vindukerfi fyrir Harfang og Sapa, tvo nýja togara í eigu Armement Porcher.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is