„Fyrir einum til tveimur áratugum voru 120-130 stór fiskiskip í íslenska flotanum en nú hefur þeim fækkað í 50 stór og velútbúin skip. Nýja Sólbergið er prýðilegt dæmi um þetta, þar sem einn nýr togari leysir tvo eldri af hólmi.“

Samfara því að flotinn breytist hafa nemarnir sömuleiðis tekið breytingum. Þórir segir að trollin séu ekki lengur þakin eins mörgum nemum og áður var. Þetta stafi fyrst og fremst af tækniþróun sem leitt hafi til þess að nemarnir hafi nú margs konar hlutverki að gegna. Nemarnir séu færri en hafi miklu fjölbreyttari virkni. 

„Við tökum þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni að þessu sinni eins og venjulega,“ segir Þórir og bætir við að ScanBas hermirinn sem þeir séu með á skrifstofunni fyrir skipstjóra til að prófa sig áfram með verði staðsettur á sýningarbás fyrirtækisins. „Við erum þess fullvissir að það verði mikill áhugi á því tæki.“

Nýja ScanBas 365 stýrikerfið er flaggskip Scanmar og kemur í stað eldra kerfis sem verið hefur í notkun síðastliðin 15 ár. ScanBas 365 var hannað frá grunni og notar Windows viðmót sem heldur utan um persónulega reynslu hvers og eins.

„Við byrjuðum að kynna kerfið fyrir íslenskum sjávarútvegsmönnum á síðasta ári og viðbrögðin hafa verið sérstaklega jákvæð. Við höfum selt og sett upp nokkur kerfi. Skipstjórar kunna vel að meta nýjungarnar sem við höfum innleitt enda geta þeir nú séð nákvæmlega hvernig veiðarfærin haga sér í sjónum.