Trollhlerar fyrirtækisins hafa notið vaxandi vinsælda í íslenska flotanum, að því er Jans Jákup í Liðinni, framkvæmdastjóri Rock, segir. Ísland er næsti útflutningsmarkaður fyrirtækisins því allir hlerar þess eru framleiddir í verksmiðjum Rocks á Færeyjum.

„Á Íslandi hafa nokkrir viðskiptavinir okkar til margra ára keypt hlera og fyrir okkur er mikilvægt að fá tækifæri til að hitta þá á Íslensku sjávarútvegssýningunni á næsta ári,” segir hann. „Drangey, togari FISK Seafood á Sauðárkróki, notar Sea Hunter hlerana okkar og fékk metafla úr túr í maí, og eftir því hefur verið tekið að öllum okkar viðskiptavinum, sem fengu hlera afhenta síðasta vetur og vor, hefur gengið vel,” segir hann.

„Blængur, frystitogari Síldarvinnslunnar, fékk einnig afhenta nýja Sea Hunter hlera fyrr á þess ári og notuðu þá í mettúr á grálúðuveiðum, og síðan aftur á öðrum mettúr í Barentshafi þegar lestirnar voru sneisafullar af þorskflökum."

Hann bætti því við að undanfarnir mánuðir hafi ekki verið auðveldir, og enda þótt Færeyjar hafi að mestu sloppið við Covid-19 þá voru nokkrir mánuðir tíðindalitlir hjá fyrirtækinu þegar pöntunum fækkaði fyrri part sumars.

„En núna er allt að fara í gang aftur. Við höfum haft nóg að gera í pöntunum frá Rússlandi, Grænlandi og fyrir heimamarkað okkar í Færeyjum," sagði hann.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is