Þessi nýja sýndarveruleika upplifun virkar þannig að notandinn setur upp sýndarveruleikagleraugu sem sýna 360° upptöku af FleXicut kerfi Marels í notkun í íslenskri fiskvinnslu.

FleXicut-kerfið er fyrirtaks dæmi um áherslu fyrirtækisins á tækninýjungar og nýsköpun í fremstu röð. Marel býður gestum að koma á sýningarbás sinn (B30) og kynnast þar FleXikut, sem notar vatnsskurð til að fjarlægja beingarða og framkvæma bitaskurð auk þess að dreifa allt að 500 bitum á mínútu í mismunandi streymi, t.d. í ferskfiskspökkun og lausfrystingu.

Á sýningunni eru einnig fleiri tækninýjungar Marel í fiskvinnslu sem státa af gæðum, afköstum og skilvirkni. Sérfræðingar Marel eru ennfremur á staðnum til að ræða þennan hátæknibúnað og þróaðar hugbúnaðarlausnir fyrir fiskvinnslu, hvort sem er á sjó eða landi.