Árið 2021 ætlar ekki að verða nein undantekning og danski básinn verður með öflugan hóp af dönskum fyrirtækjum á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Dönsku þátttakendurnir einkennast af mikilli fjölbreytni fyrirtækja sem útvega greininni tæknibúnað, lausnir og möguleika af ýmsu tagi.

Auk hefðbundinna framleiðanda veiðarfæra og tækjabúnaðs fyrir sjávarútveg, þá er meðal dönsku fyrirtækjanna að finna afa fjölbreyttan hóp sem einnig kemur með lausnir til að mæta þörfum fiskvinnslu- og fiskeldisgeiranna.

„Fiskviðar og fiskeldi hafa verið skýrt aðgreindir markhópar hingað til, en við sjáum fyrirtæki sem stefna að því að geta útvegað sérhæfðan búnað og þjónustu fyrir báða þessa geira,” segir Martin Winkel Lilleøre, fisktæknistjóri hjá Dönsku útflutningssamtökunum.

„Við sjáum að umfangið stækkar og með hefðbundinni nýsköpunarnálgun danskra fyrirtækja og vilja þeirra til samstarfs og til að deila þekkingu, þá tryggir þetta sterka stöðu danskra birgja gagnvart þessum greinum. Dönsk fyrirtæki hafa náð miklum árangri við að framleiða fyrir alþjóðlegan sjávarútveg og tengda vinnslugeira, og við erum í auknum mæli að sjá sömu þróunina innan fiskeldis – og það er mikill áhugi á dönskum lausnum innan fiskeldisgeirans.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is