Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.

„ Þá hefur Brim sett sér markmið og mælikvarða til að mæla árangur, draga úr sóun og auka verðmæti. Brim hefur dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, fjárfest í nýrri tækni og skipum sem hefur skilað miklu,“ segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

“Við sjáum að áhersla á umhverfismál og sjálfbærni skilar sér í aukinni arðsemi og miklum ábata fyrir samfélagið í heild,“ segir Guðmundur Kristjánsson. „Umhvefisverðlaunin eru hvatning til að gera enn betur.“

Fyrirtækið hefur einnig greint frá tímamótasamningi við Marel um kaup á háþróuðu pökkunarkerfi með tíu róbótahausum í fiskvinnslu Brims við Norðurgarð.

Búnaðurinn straumlínulagar allt p0kkunarferlið og felur í sér þrjár FlexiCut vatnsskurðarvélar ásamt forsnyrtilínum og sjálfvirkri afurðadreifingu. Brim verður einnig fyrsta fiskvinnslan sem innleiðir nýjasta SensorX beinaleitarkerfið frá Marel fyrir ferskar afurðir.

„Við í Brim erum spennt og hlökkum til að taka þátt í að búa til hátækni bolfiskvinnslu,” segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims.

Brim hefur einnig gert samninga um að kaupa hafnfirska fyrirtækið Grábrók ásamt línubátnum Steinunni HF 108, og ennfremur veiði- og vinnslufyrirtækið Kamb sem gerir út Kristján HF 100, einn af nýjustu og fullkomnustu línubátum flotans.

Kaupunum fylgja 2850 tonn af kvóta, mest í þorski, og í Hafnarfirði mun hátæknivinnsla Kambs verða starfrækt áfram sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Brims.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is