Rannsóknarteymi Hafrannsóknarstofnunar og útvegs- og sjávardeild Memorial háskóla á Nýfundnalandi fylgdu Heimi Guðbjörnssyni skipstjóra og áhöfn ferskfisktogarans Helgu Maríu við karfaveiðar til að meta kjörhæfni T90 vörpupokans.

Prófaður var búnaður sem samanstóð af vörpupoka úr tvöföldu 6mm PE-neti með 110 mm möskvastærð með uppsettum QuickLines frá Hampiðjunni. Utan um vörpupokann var sett 500 mm yfirnet til að hindra að fiskur kæmist út úr vörpunni og þannig gátu vísindamennirnir metið samsetningu þess afla sem annars slyppi úr vörpunni.

Að sögn Haraldar Arnars Einarssonar verkefnisstjóra rannsóknarinnar hjá Hafrannsóknastofnun varð niðurstaðan sú að þessi gerð vörpupoka skilaði 7,3 sm betri skilvirkni við að skilja að gullkarfa en hefðbundinn karfavörpupoki með 135 mm tígulmöskvi.

„Jafnvel þótt meira magn af smáum karfa slyppi úr T90 vörpupokanum, kom í ljós að honum hélst betur á karfa yfir viðmiðunarstærðinni 33 sm,“ sagði hann og bætti við að kjörhæfnistuðullinn hækkaði mun brattar í T90 vörpupokanum.

Hann sagði greinilegt að þessi vörpupoki væri umtalsverð framför með tilliti til bættrar umgengni við auðlindir í hafi en bætti við að það myndi skila sér að rannsaka betur magn tálknfisks í vörpupokanum.

HB Grandi fékk undanþágu til að rannsaka einn ákveðinn vörpupoka samkvæmt þessari tæknilýsingu til að safna gögnum, bæði til að afla sjónrænna upplýsinga og meta fjölda tálknfiska, ásamt því að meta skilvirkni og afköst vörpupokans. „Við gerum ráð fyrir því að hafa innan fárra mánaða í höndum ýtarlegri upplýsingar um gildi þessa vörpupoka þannig að hægt sé að taka ákvarðanir um frekari notkun hans,“ sagði Haraldur Arnar Einarsson.