Margt hefur breyst á undanförnum árum – ekki síst vegna kvótakerfisins sem tekið var upp árið áður en fyrsta IceFish-sýningin var haldin. Sýningin hefur því brugðist við með því að breyta um áherslur, frá því að beinast alfarið að fiskveiðigeiranum yfir í að ná nú orðið yfir fiskvinnslu, sjávarafurðir, fiskeldi og vaxandi skilning á mikilvægi þess að ná auknum verðmætum út úr hverju kílói landaðs fisks, en á því sviði hefur Ísland greinilega tekið forystu.

“Sjávarútvegsgeirinn í heil der lykilþáttur í íslensku efnahagslífi. 35% af útflutningsverðmæti landsins kemur frá fiskveiðum eða framleiðslu tengdri sjávarafurðum, og það er augljóst að með hagkvæmum fiskveiðum verða vaxtarmöguleikarnir í sjávarafurðum, fiskeldi og fullvinnslu.

IceFish-sýningin verður nú í fyrsta sinn með sérstakt svæði innan heildarsýningarsvæðisins sem helgað er þessum fjórum lykilgreinum sjávarútvegsins,” segir Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar. Jafnframt verður fullvinnsluráðstefnan Fish Waste for Profit, sem vakið hefur vaxandi athygli síðustu árin, að þessu sinni haldin samhliða IceFish. Þessar áherslubreytingar hafa sprottið upp úr nánu samstarfi skipuleggjenda sýningarinnar og greinarinnar í heild.

Hún bætti því við að sú ákvörðun að halda sýninguna á þriggja ára fresti hafi einmitt sprottið upp úr  þessu samtali við greinina, sem taldi það of þétt að halda hana árlega eða á tveggja ára fresti. Þriggja ára sýningartíðni tryggir að á sýningunni komi fram nýjungar en um leið gerir þetta fyrirtækjum kleift að leggja meira upp úr hönnun sýningarbása og kynningu.

“Þetta er einstakt tækifæri til að hitta íslenska og alþjóðlega fulltrúa geirans, alla undir einu þaki,” segir hún, og nefnir aðra nýjung sem er stefnumót Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þar sem kaupendur og seljendur hittast á 90 fundum meðan á sýningunni stendur.

“IceFish nýtur stuðnings allra helstu sjávarútvegsstofnana og -samtaka landsins, þar á meðal sjávarútvegsráðuneytisins, Samtaka atvinnulífsins, Sjómannasambandsins og fleiri. Á þessu ári erum við þess fullviss að geta byggt á því að á sýningunni 2017 var 13.621 þátttakandi frá 52 löndum.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is