Fyrirtækið hefur vaxið mjög síðustu árin. Með dótturfyrirtækinu Naust Marine Spain hefur fyrirtækið komið sér upp eigin framleiðslustöð, en mikið af vextinum á sér stað í Rússlandi þar sem flotinn er að ganga í gegnum hraða endurnýjun.

Meðal þess sem framleitt er fyrir rússneska viðskiptavini eru um 260 vindur, allt frá togvindum niður í smærri aukavindur og bómuvindur í nýja togara sem verið er að smíða fyrir Norebo í Severnaya skipasmíðastöðinni í Pétursborg.

Samningar hafa verið undirritaðir um smíði sex togara, sem allir með nýstárlegri hönnun frá Nautic, og verða þeir notaðir í Norðurhöfum. Einnig er gert ráð fyrir þeim möguleika að fjórir togarar kæmu til viðbótar og yrðu þeir gerðir út í Austurlöndum fjær. Til að starfsemi togaranna verði sveigjanlegri kom Naust Marine með frumlega hugmynd sem gerir mögulegt að tvær vindur nýtist jafnframt sem annað hvort sem netatromlur eða togvindur, sem gefur möguleika á að toga með tveimur trollpokum, eða nota uppsjávartroll ef þarf.

Á þessu ári hefur fyrirtækið einnig útvegað vindukerfi fyrir þrjá bandaríska verksmiðjutogara, sem gerðir eru út frá Dutch Harbour í Alaska.

Naust Marine hefur reglulega sýnt á IceFish allt frá stofnun fyrirtækisins, og sölustjórinn Helgi Kristjánsson hefur mikla reynslu af sjávarútvegssýningum.

„Við höfum tekið þátt í sýningum um allan heim, og sumar eru vissulega betri en aðrar,“ segir hann.

„IceFish er í hópi þeirra bestu og hún hefur alltaf komið mjög vel út fyrir okkur. Hún gefur okkur tækifæri til að hitta fólk og sýna búnaðinn okkar – og við finnum að margir erlendir gestir sækja hana. Þeir koma frá Asíu, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Bandaríkjunum, og við sáum fleira fólk frá Rússlandi þar síðast.“

Hann nefndi að fyrir alla sem hafa hug á að láta smíða nýtt skip, þá sé sýning á borð við IceFish kjörinn vettvangur til að kynna sér kerfi og búnað.

„Það gefur okkur tækifæri til að sjá allt á einum stað og bera saman framleiðendur, og menn geta eytt eins miklum tíma og þeir vilja í að senda fólki tölvupósta, en ekkert jafnast á við að sækja viðburði af þessu tagi og tala við fólk augliti til auglitis.“

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is