Íslenska sjávarútvegssýningin verður nú haldin í 13. sinn og hefur enginn önnur alþjóðleg sýning verið jafn lengi við lýði. Allt frá því hún var haldin í fyrsta sinn árið 1984 hefur sýningin verið með kynningar á því nýjasta í greininni, bæði hér á landi og erlendis. Kynntar hafa verið nýjar og nýstárlegar vörur og þjónusta á öllum sviðum greinarinnar, allt frá veiðum og staðsetningarbúnaði til vinnslu og pökkunar, alveg til markaðsvinnu og dreifingar á vörunni.

Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og árið 2017, þegar hún var síðast haldin, fjölgaði sýnendum og fyrirtækjum að utan um 41 prósent og gestir voru 13.621 frá samtals 52 löndum. Metfjöldi samninga var jafnframt undirritaður, þar á meðal luku Skaginn 3X og Búlandstindur við samninga um undirkælikerfi fyrir laxeldi, en það var fimmti samningurinn um þessa byltingarkenndu íslausu kælitækni sem gerður hafði verið. Intech International a/s og Nybonia Hav A/S undirrituðu einnig samning um kaup á nýju vinnslukerfi fyrir nýkeyptan uppsjávarveiðibát, sem hafði verið breytt fyrir togveiðar á þorski í Norðursjó. Sömuleiðis undirituðu Egersund Island, sem er hluti af AKVA Group, og Laxar hf. samning um nýjan 6 metra þjónustubát fyrir fiskeldi í Reyðarfirði. IceFish er góður vettvangur fyrir sýnendur til að hittast og ræða nýjar þarfir og nýja tækni, ásamt því að tengjast mikilvægum aðilum í greininni bæði innanlands og erlendis. Sýningin verður næst haldin árið 2020 og er reiknað með að hún verði jafnvel enn betur sótt en fyrr.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma eða tala á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi:

Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is