ALVAR Mist er Íslenskt fyrirtæki sem hefur í tæp 20 ár þróað og sett upp alsjálfvirk sótthreinsikerfi í fiskvinnslur og fiskiskip á Íslandi. Þau eru ófá fyrirtækin sem fjárfest hafa í þeim sparnaði sem fylgir kerfinu enda kemur mannshöndin þar hvergi nærri, kerfið er alsjálfvirkt, einfalt í uppsetningu og fyrirferðarlítið. Krafan um aukna sjálfvirkni í sjávarútvegi er vaxandi samhliða 4. Iðnbyltingunni og með uppsetningu sótthreinsikerfis ALVAR næst fram unhverfisvæn lausn í sótthreinsun og samhliða því veruleg hagræðing í rekstri. Byltingarkennd “Græn” lausn ALVAR búnaðurinn framleiðir sótthreinsandi þoku sem smýgur í gegnum allar rifur og sótthreinsar með ótrúlegum árangri. D-San sótthreinsirinn sem fyrirtækið selur með kerfinu er einstakur en hann myndar örþunna filmu á yfirborði tækja, færibanda, tanka og kera sem hindrar það að slor, blóð og prótein nái þar fótfestu. Einnig vinnur sótthreinsirinn á bio-filmu sem hefur myndast á tækjabúnaði og étur hana upp. Þokan læðist um öll rými og sótthreinsar jafnt tækjabúnað, gólf, veggi og loft. Sótthreinsunin tekur enga stund, meðalsótthreinsitími á vinnslusal er ca. 12 mínútur eftir að almennum þrifum er lokið. Hægt er að sótthreinsa í kaffitímum og við vaktaskipti ef menn kjósa það.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Fiksislod 37B
101 Reykjavik
Iceland

Vefsíða:
https://alvar.is/

Samfélagsmiðlar:
LinkedIn