Fiskvinnslubúnaður fyrir skip. Samkeppnishæf vinnsla sjávarafurða kallar á bæði reynslu og sérfræðiþekkingu – Carsoe hefur hvort tveggja. Við byggjum á langri hefð við framleiðslu á fullbúnum og háþróuðum verksmiðjum fyrir vinnslu á fiski og skelfiski, bæði um borð í skipum og í landi. Við höfum sett upp Carxoe vinnslubúnað í meira en 250  verksmiðjutogurum og höfum alla þá þekkingu sem þarf á ólíkum framleiðslukerfum og vinnsluferlum. Hver togari er einstakur í sinni röð og það gildir einnig um hönnun vinnslukerfisins. Við nýtum þá breiðu þekkingu sem við höfum aflað okkur úr öðrum verkefnum við að hanna hámarksflæði fyrir framleiðslu ykkar, þar sem aðaláherslan er á sjálfvirkni. Kröfur um aukna framleiðni og minni aðkomu mannshandarinnar verða æ strangari í matvælaframleiðslu nútímans. Áherslan er öll á hagkvæmt vinnuumhverfi og við einbeitum okkur að því að fínstilla alla verkferla í vinnslulínum á skipum. Rýmið um borð er takmarkað og þess vegna er það meginmarkmið okkar að gera sem mest úr sem fyrirferðarminnstum búnaði, og stefnt að hönnun verksmiðjanna auðveldi þrif og mikil sjálfvirkni dragi úr vinnuaflsþörf.

Exhibiting with: / Sýnir með: Pavilion of Denmark

 

 

 

Heimilisfang:
Mineralvej 6-8
Aalborg
DK-9220
Denmark

Vefsíða:
https://carsoe.com/

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn