Á World Seafood Congress ráðstefnunni, sem áður hefur verið haldin í Washington DC í Bandaríkjunum, St. Johns í Kanada og Grimsby í Bretlandi, mætast framleiðendur og innflytjendur sjávarfangs hvaðanæva að, vísindamenn, samtök á vegum bæði opinberra aðila og einkaaðila og fulltrúar eftirlitsstofnana og yfirvalda. Á ráðstefnunni er áherslan einkum lögð á nýmæli í viðskiptum og þróun á sviði sjávarfangs, svo hún er hárrétt viðbót við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem haldin er á þriggja ára fresti.

Nánari upplýsingar um World Seafood ráðstefnuna er að finna hér.

Bæði Icefish og WSC eru á Twitter.  @icefishevent – enska @IcefishE – íslenska, @world-seafood og það má líka finna Icefish á LinkedIn.