Í gær tóku tæplega hundrað manns frá 24 löndum þátt í Tengslastundunum, alls ríflega hundrað fundir.

Tengslastundir IceFish skapa aðstæður fyrir þátttakendur til að kynnast öflugum fyrirtækjum á vettvangi sem kallað hefur verið „Meet-the-buyer“ á ensku, eða „Hittu-kaupandann.“ Þátttakendur í gær höfðu sérstaklega á orði að þetta hefði verið mjög jákvæð reynsla, og bættu við að þessir fundir,  20 mínútur hver, væru hagkvæmir bæði hvað varðar tíma og fjármuni og gerðu þeim kleift að hitta áhugasama kaupendur við kjöraðstæður.

Fundirnir voru skipulagðir af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem leiðir starfsemi Enterprise Europe Network (EEN) hérlendis, í samstarfi við Sector Group Maritime Industries & Services, sem er hluti af EEN.