Íslenski fiskveiðiflotinn er búinn öllu því besta sem nútímatækni hefur upp á að bjóða en í honum er að finna 1.582 skráð fiskiskip sem landa árlega 1.125 milljónum tonna af fiski. Bæði skipstjórar og eigendur uppfæra reglubundið flota sinn með nýjasta búnaði og Íslenska sjávarútvegssýningin færir sýnendum besta mögulega tækifærið til þess að hittast og ræða nýjar kröfur. Á sýningunni er fjallað um allar hliðar fiskveiða í atvinnuskyni, allt frá veiðum og því að taka aflann um borð til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru.