Sýningin nær til allra þátta í fiskveiðum í atvinnuskyni, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og pökkunar, markaðsetningar og dreifingar á fullunnum afurðum. Sýningin 2008 vakti mikla athygli, jafnvel þótt hún væri haldin á tímum mikilla efnahagslegra sviptinga. Nær 500 sýnendur frá 33 löndum kynntu vörur sínar og 12.429 gestir frá 50 löndum mættu, þar á meðal 75 VIP-gestir og sendinefndir frá Kanada og Ekvador.