Sýningin er haldin á þriggja ára fresti að beiðni sýnenda því þannig geta þeir kynnt nýmæli á hverri einustu sýningu.

Íslenska sjávarútvegssýningin bauð að þessu sinni upp á setningarathöfn, fyrstu IceFish-ráðstefnuna, Fiskúrgangur til hagnaðar (http://www.icefishconference.com/) og viðburð þar sem menn ná að hittast og mynda tengsl auk tveggja ráðstefna í viðbót og hinna vinsælu Íslensku sjávarútvegsverðlauna.

Aldrei hafa jafn margir gestir sótt ráðstefnuna og síðast og allir sýningarbásarnir seldust upp þannig að allir þeir sem starfa á sviði sjávarútvegs gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Rúmlega 500 sýnendur komu frá 32 löndum og fimm heimsálfum, og þar gat á að líta allt frá mjög fjölbreyttum tækjabúnaði til veiða og vinnslu til vinnslu aukaafurða úr fiskúrgangi og margþættar nýtingarlausnir.  Nýir sýnendur frá Kína, Þýskalandi, Japan, Tyrklandi og Bandaríkjunum kynntu vörur sínar á sýningunni sem stóð í þrjá daga. Eftirspurn var mikil, sýningarbásar runnu út eins og heitar lummur og seldust upp.

Aðsókn óx um 12% miðað við sýninguna 2011 þannig að alls komu 15.219 gestir á þessa fjölsóttustu Íslensku sjávarútvegssýningu hingað til. Við fengum gesti frá fjölda ríkja um heim allan en það endurspeglar mikilvægi sýningarinnar og ráðstefnunnar á sviði sjávarútvegs.

Sýnendur og gestir 2017

Biddu um upplýsingar um allar hliðar Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2017, IceFish-ráðstefnunnar eða afhendingu sjávarútvegsverðlaunanna með kvöldverði hér.

Skoðaðu myndasafnið frá Íslensku sjávarútvegssýningunni og sjávarútvegsverðlaununum 2014:

Myndir frá sýningunni

Myndir frá verðlaunaafhendingunni

Setningarathöfnin