Fiskvinnslufyrirtækið HB Grandi fjárfesti í forhakkavél sem verður notuð til þess að hakka síld og makríl. Tækið verður notað í landi.

Forhakkavél er notuð til þess að hakka óæskilegan fisk, annað hvort til þess að nota í fiskimjöl eða til að farga. Vélin er búin dælu að neðan til þess að dæla hráefninu um verksmiðjuna.

Útgerðarfélagið Rammi keypti einnig PV300 fiskidælu til notkunar í rækjuverksmiðju sinni. Dælan nýtir sér þrýstiloft til þess að flytja rækjuna um verksmiðjuna.

IRAS býður nútímalegum fiskveiðifyrirtækjum og fiskiræktendum framsæknar lausnir og kerfi til að losa, flokka, vigta, ísa, geyma og flytja innanhúss. Fyrirtækið býður bæði stök tæki og heildarkerfi til meðferðar á hráefni.

HB Grandi er eitt stærsta fiskveiðifyrirtæki Íslands. Afurðir þess eru seldar um heim allan, jafnt botnfiskur sem úthafstegundir sem veiddar eru og unnar af 700 starfsmönnum fyrirtækisins.

Rammi rekur starfsemi sína í Fjallabyggð og Þorlákshöfn og er með fimm skip í flota sínum, tvo frystitogara sem veiða þorsk, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu og þrjá togara sem veiða rækju, flatfisk, humar og karfa. Rækjuverksmiðja fyrirtækisins er í Fjallabyggð og humar- og fiskvinnslan fer fram í Þorlákshöfn.

Aflaðu þér nánari upplýsinga um hvað sem er varðandi Íslensku sjávarútvegssýninguna & Sjávarútvegsverðlaunin með því að hafa samband við atburðateymið í síma +44(0)1329 825335 eða með tölvupósti á info@icefish.is.