Fyrirtækið hefur verið í örum vexti allt síðan Eunan Kennedy stofnaði það sem lítið fjölskyldufyrirtæki á 2100 fermetra svæði í verkstæði við Killybegs, helstu útgerðarhöfn Írlands.

„Fyrirtækinu gengur vel og við stefnum að auknum umsvifum,“ sagði Rod McLeod hjá EK Marine. „Okkur sýnist Ísland geta orðið mikilvægt markaðssvæði okkar“.

EK Marine hefur þegar náð góðri fótfestu í breskum sjávarútvegi með þilfarsbúnaði sínum í mörgum nýjum skipum í skoska flotanum og fyrirtækið er nú í óða önn að framleiða upp í pantanir, þar með talið heildstætt kerfi í nýstárlegt skip ætlað til hörpuskelsveiða, sem verið er að smíða hjá Parkol Marine fyrir eigendur í Oban.

„Þar er um að ræða djúpsjávarveiðar með þungum afla en allt þetta þýðir gríðarmikið álag á bæði vindur og veiðarfæri. Við höfum á vertíðinni gert við mörg þilfarskerfi uppsjávarveiðiskipa og meira að segja endursmíðað 50 tonna nettromlur á hafnarbakkanum. Eunan Kennedy hefur gott orð á sér og okkur hefur tekist að koma mörgum til hjálpar í alvarlegum vanda,” sagði hann.