Fyrirlestur Rays Hilborns fjallar um hvernig stuðla megi að auknum afla með því að efla fiskistofna í höfum heims. Hann beinir í fyrirlestrinum sjónum að tilhneigingum í fiskistofnum heims og hvar sé verið að efla þá og stuðla að sjálfbærni og hvar ekki. Hann fjallar þar um tengsl fiskveiðistjórnunar og árangurs í sjávarútvegi og fer í stuttu máli yfir niðurstöður nýlegra rannsókna á áhrif botnvörpuveiða á lífkerfi hafsins, þörfina fyrir vernduð svæði til að styrkja líffræðilega fjölbreytni hafsins og hlutfallsleg umhverfisáhrif fiskveiða miðað við aðrar uppsprettur dýrapróteins og næringarefna.

Ray Hilborn er vísindamaður og félagi í samtökunum American Fisheries Society, Washington State Academy of Sciences, Royal Society of Canada og American Academy of Arts and Sciences en auk þess er hann prófessor í Lagar- og fiskveiðivísindadeild Washington-háskóla og hefur gefið út á þriðja hundrað jafningjarýndra vísindagreina og allmargar bækur. Hann er sjávarlíffræðingur og fiskveiðivísindamaður og er vel þekktur fyrir störf sín að friðun og umsjá náttúruauðlinda á sviði sjávarútvegs.

Hilborn heldur námskeið fyrir háskólanema á bæði grunn- og framhaldsstigum í fæðusjálfbærni, friðun og megindlegri stofnfræði. Meðal bóka hans má nefna „Overfishing: what everyone needs to know” („Ofveiðar, það sem allir þurfa að vita“ ásamt Ulrike Hilborn) árið 2012, “Quantitative fisheries stock assessment” („Megindlegt mat á fiskistofnum“ ásamt Carl Walters árið 1992 og “The Ecological Detective: confronting models with data” („Vistfræðispæjarinn, líkönum ögrað með talnagögnum“ ásamt Marc Mangel) árið 1997. Hann hefur átt sæti í ritstjórnum margra tímarita, þar með talið í sjö ár í rýniritstjórn Science Magazine. Hann hefur verið sæmdur umhverfisverðlaunum Volvo, heiðursverðlaunum American Fisheries Societies, verðlaunum The Ecological Society of America fyrir vísindastörf á sviði sjálfbærni og vísindaverðlaun Alþjóðlegu fiskveiðisamtakanna.

Nánari upplýsingar má finna á vefsetri WSC.