Þjóðarbásinn, sem Scanexpo AS veitir forstöðu, inniheldur mörg af þekktustu norsku fyrirtækjunum sem veita sjávarútveginum þjónustu.

Þar á meðal eru:

  • Addcon Nordic AS – sem kynnir ásamt samstarfsfyrirtækinu GC Rieber Salt AS lausnir til að tryggja ferskleika fisks til bræðslu og aukaafurða.
  • Brödrene Fürst AS – sem sýnir ásamt samstarfsfyrirtækinu Riga Woods Sweden krossvið og veggklæðningar fyrir blautrými í fiskiskipum.
  • HydroScand AS – sem er stærsti framleiðandi af háþrýstislöngum og píputengjum á Norðurlöndunum.
  • Kvanne Industrier AS – sem kynnir KIAS-dyrakerfið fyrir blautrými og svæði sem krefjast hámarks hreinlætis.
  • Måløy Maritime Group – sem er klasi 17 fyrirtækja sem starfa öll í tengslum við sjávarútveginn í Måløy í Noregi. Þjónusta klasans er í boði allan sólarhringinn og býður upp á víðtæka þjónustu fyrir útgerðir á flestöllum sviðum.
  • NWP – sem býður upp á sérsaumaðar hettur og yfirbreiðslur, segldúka, aflúsunarbúnað fyrir fiskeldisstöðvar, vatnslaugar og poka til vatnsflutninga.
  • SMV Hydraulic – sem framleiðis vökvadælu-vindur og annan vökvadælu-búnað fyrir útgerðir og fiskeldisstöðvar.

Norski þjóðarskálinn er staðsettur á G60-G70.