Viðskiptavini Hampiðjunnar er að finna á nær öllum helstu fiskveiðisvæðum heims og mikil eftirspurn er eftir vörum fyrirtækisins. Hampiðjan á sér langa og merkilega sögu um framleiðslu úrvals veiðarfæra, allt frá ofurköðlum og nýsköpun á sviði togveiðibúnaðar til þróunar á hágæðaefnum til framleiðslu á fjölbreyttu úrvali veiðarfæra.

Hampiðjan hóf snemma að nýta Dyneema en veiðarfærahönnuðir fyrirtækisins voru fljótir að koma auga á möguleika þessa byltingarkennda efnis þegar það kom fyrst á markað fyrir rúmum tveimur áratugum. Hampiðjan hefur síðan þróað DynIce vefi, DynIce gagnakapla og fjölda tengdra vara fyrir troll og annan veiðarfærabúnað, ásamt því að þróa vörur fyrir bæði bátafólk af öllu tagi og aflandsstarfsemi.

„Hjá okkur er rannsókna- og þróunarstarfsemi stöðugt í fullum gangi“, sagði Haraldur Árnason hjá Hampiðjunni. „Það er ekki nóg að þróa eitthvað nýtt. Fyrir öllu er að viðhalda framþróun gangandi og að leitast stöðugt við að bæta framleiðsluna og nýta sér tækifærin jafnóðum og þau gefast.“
Fyrirtækið hefur verið reglubundinn og mjög sýnilegur þátttakandi í Íslensku sjávarútvegssýningunni allt frá upphafi fyrir rúmum þremur áratugum.

„Íslenska sjávarútvegssýningin er algjör lykilvettvangur fyrir okkur“, bætti hann svo við. „Þetta er eini viðburðurinn sem laðar marga erlenda viðskiptavini okkar til Íslands svo þar gefst einstakt tækifæri til þess að hittast og ræða þarfir þeirra augliti til auglitis.“

Fyrirtæki og fyrri sýnendur sem hafa ekki þegar bókað sér sýningarbás fyrir Icefish 2017 ættu að hafa samband við Marianne Rasmussen-Coulling, annað hvort í netfang eða síma: icefish@icefish.is  | +44 1329 825335.