ppsjávarveiðiflotinn hefur lokið við að endurnýja skipakost sinn en útgerðirnar Ísfélagið, Síldarvinnslan og HB Grandi hafa fengið ný veiðiskip í hendur. Nú stendur yfir endurnýjun í flota botnveiðiskipa en nýju skipin á að afhenda í lok árs 2017.

Samherji, FISK Seafood, HB Grandi, Rammi, Gunnvör og VSV fá öll í hendur ný veiðiskip, auk þess sem búist er við því að ný skip verði afhent dótturfyrirtækjum Samherja erlendis.Heildarveiði íslenska flotans á árinu 2015 var 1.319 tonn en það er 243.000 tonnum meira en árið 2014.  Heildarverðmæti afla varð 151 milljarður króna og jókst um 15% frá fyrra ári.

Útflutningur fiskmetis 2015

Ekki hefur dregið úr mikilvægi sjávarútvegs og útflutningsverðmæti fisks og fiskafurða varð 267 milljarðar króna eða alls 42,3% heildarútflutnings Íslands.