Íslenska sjávarútvegssýningin 2017 fagnar nýjum sjávarútvegsráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og horfir björtum augum til góðrar og náinnar samvinnu við hana og ráðuneyti hennar nú þegar undirbúningur að helstu og bestu sjávarútvegssýningu landsins, #IceFish17, stendur sem hæst (ekki gleyma að skrá þig!). Þorgerður Katrín sendi okkar hlýlega hvatningu og bætir við: „Sjávarútvegurinn hefur staðið undir lífskjörum og aukinni hagsæld íslensku þjóðarinnar í gegnum tíðina og gerir það enn. Og það er sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með því hvað þessi grundvallaratvinnugrein okkar er þróttmikil og framsækin. Það er gríðarmikil nýsköpun og sprotastarfsemi í greininni sem gera okkur kleift að nýta verðmæti auðlindarinnar á hagkvæmari hátt, en umfram allt í sátt við náttúruna, sem hefur verið okkur keppikefli og verður forsenda frekari sóknar í framtíðinni.“ Falleg orð sem við getum öll tekið undir.