Valka leggur aðaláherslu á hátæknivélbúnað með gríðarsnjöllum hugbúnaði og þannig nær fyrirtækið að bjóða háþróuð fiskvinnslukerfi sem uppfylla allar þarfir mjög kröfuharðrar iðngreinar. Flaggskip Völku er skurðarvélin sem nýtir sér röntgentækni til að finna smábein í flökum, les stærð og þyngd hvers einasta flaks með nákvæmri þrívíddarskynvirkni og notar þrýstivatn til að skera þau niður í rétta stærð í samræmi við framleiðslukröfur. Fiskvinnslukerfi fyrirtækisins hafa notið umtalsverðrar hylli hjá fiskvinnslum í landi en næsta skref er að setja þau um borð í skip. Fyrsta skurðarvélin frá Völku var sett upp í norska togaranum Ramoen í fyrra og tveggja línu skurðarvél er nú komin í notkun í íslenska verksmiðjutogaranum Sólbergi.

Það er stórt skref að setja svo flókinn tæknibúnað upp í skipi en starfsmenn Völku eru sannfærðir um að fullvinnsla afla um borð í verksmiðjutogurum muni taka stórstígum framförum með hinum háþróaða búnaði fyrirtækisins. Valka sýnir röntgenskurðartækni sína á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár en fyrirtækið hefur verið tekið þátt í mörgum fyrri sjávarútvegssýningum og hlaut meðal annars verðlaun sem Framúrskarandi birgir fiskvinnslunnar á IceFish 2014.

„Valka hefur tekið þátt í öllum sýningum IceFish síðan 2004,” sagði markaðsstjóri fyrirtækisins, Ágúst Sigurðarson.

„Við erum fyrirtæki í vexti og það hefur sýnt sig að Íslenska sjávarútvegssýningin er okkur afar mikilvægur tengiflötur við fólk hvaðanæva úr greininni. Andrúmsloftið á sýningunni er einstaklega gott og við höfum verið mjög ánægð með gesti okkar sem gegna mikilvægum hlutverkum hver á sínum stað og gefa sér góðan tíma til að kynna sér það sem við höfum fram að færa.”