Fyrirtækið leggur áherslu á að veita fiskveiðiflotanum alhliða þjónustu og hefur upp á að bjóða útgerðarvörur fyrir allt frá smábátum og upp í stærstu togara. Gunnar Skúlason er framkvæmdastjóri Ísfells og hann segir að fyrirtækið bjóði upp á fleira en veiðarfæri, það selji bókstaflega allt það sem til þarf við útgerð, frá björgunarbátum til lyftibúnaðar, umbúðavéla og banda.

Höfuðstöðvar Ísfells eru sem fyrr segir í Hafnarfirði og fyrirtækið er með útibú um land allt en hefur auk þess komið sér fyrir í Sisimiut á Grænlandi í samstarfi við Hanseraq Enoksen sem einnig rekur útgerðarfyrirtækið Angunnguaq AS. Valið á Sisimiut lá í augum uppi því þar er hafskipahöfn sem er íslaus næstum allt árið og margir togarar á Grænlands- og Kanadamiðum koma þar við. Gunnar Skúlason segir Grænland nú þegar vera orðinn öflugan markað fyrir neta- og línubúnað Ísfells og Mustad Autoline beitningavélakerfið en fyrirtækið tók við umboðinu í fyrra.

„Ísfell hefur marga öfluga samstarfsaðila í grannlöndunum, Bridon-Bekaert í Bretlandi, Mustad Autoline í Noregi og franska trollhleraframleiðandann Morgère, ásamt Selstad AS og Garware Ropes and Cotesi. Nýjasti samstarfsaðilinn er svo útgerðarvörubirgirinn Fishering Service í Kalíníngrad.

„Íslenska sjávarútvegssýningin er mikilvægur viðburður fyrir okkur og við leggjum mikla áherslu á fá erlenda birgja okkar til þess að heimsækja hana. Þar fá bæði við og þeir tækifæri til þess að hitta viðskiptavinina, auk þess sem við getum kynnt vörur og nýjungar,“ sagði Gunnar.

„IceFish býður okkur mikilvægt viðskiptaumhverfi þar sem menn geta komið saman og rætt málin. Okkur hefur frá upphafi fundist sýningin vera mjög mikilvægur vettvangur sem bæði er ánægjulegur og úrvals viðskiptatækifæri.“

Hægt er að kynna sér viðtækan vörulista Ísfells á slóðinni http://www.isfell.is/catalogue/