Guðni fór í skoðunarferð um sýninguna til að kynnast nýsköpun í faginu og heilsa upp á bæði sýnendur og þátttakendur.

„Það er mikill heiður að forsetinn hafi heimsótt sýninguna. Hann varði góðum klukkutíma hér og heimsótti sextán sýningarbása og heilsaði bæði upp á íslenska og erlenda sýnendur,“ segir Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

IceFish-sýningin er haldin á þriggja ára fresti og gefur gestum kost á að hitta íslenska og alþjóðlega kaupendur og birgja á sviði atvinnuveiða. Alþjóðlegir þátttakendur eru 41% fleiri en á seinustu sýningu og Tengslastundir IceFish, sem haldnar voru í gær, voru tvöfalt fleiri en á seinustu sýningu og meira en eitthundrað fundir voru haldnir. Föstudagurinn 15. september er lokadagur sýningarinnar.