Ekkó-hlerarnir hafa verið útvegaðir togurum á Íslandi, í Svíþjóð og á Bretlandi. Smári segir að hlerarnir frá Ekkó veði ekki aðeins jafn vel eða betur en sambærilegur búnaður á markaði, heldur hafi þeir verulegan eldsneytissparnað í för með sér.

„Árangurinn er nánast ótrúlegur,“ segir hann. „Þetta er næstum því of gott til að vera satt.“

Það sem er einstakt við hönnunina er að hlerarnir gefa möguleika á að vera með hefðbundna bakstroffufestingu aftan á hvorum hlera, en einnig möguleika á að festa bakstroffurnar sömu megin og togvírinn. Útkoman er sú að átakshornið í togi verður ekki nema 15 gráður, sem gerir það að verkum að þeir verða enn léttari í togi.

Auk þess eru hólf á hvorum hlera sem gefa möguleika á því að þyngja hlerana með auðveldum hætti.

„Ef hólfin eru opnuð er hægt að slaka keðjum inn í hlerann til að auka þyngdina. Ekki þarf annað en að binda kaðal við endann á keðjunni og krækja honum í þverbita í hólfinu og þá er auðvelt að fjarlægja keðjuna aftur til að létta hlerann. Þetta þarf enga nákvæmni en ef jafn langar keðjur eru settar í hlerana þá er þyngdin sú sama báðu megin,“ útskýrir hann.

Hann tekur fram að EKKÓ-hlerarnir eru sérlega sterkbyggðir. Efri og neðri hlutarnir eru tengdir með öflugum miðhluta sem gefur þennan styrk.

„Á síðustu sjávarútvegssýningu vorum við með líkan af hlerunum okkar, en í þetta sinn verðum við með hlera í fullri stærð, bæði uppsjávarhlera og miðsjávarhlera – annan fullgerðan en hinn opinn þannig að við getum sýnt nákvæmlega hvað gerir þessa hlera svona sterka,“ segir Smári.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is