Eimskip annast flutningaþjónustu til og frá Íslandi og býður heildstæðar flutningalausnir um heim allan.

Starfsemin var í upphafi bundin við eina skrifstofu i Reykjavík en nú rekur Eimskip skrifstofur í 19 löndum um heim allan, auk þess að hafa fjölda umboðsmanna á mörgum öðrum mikilvægum stöðum.

Fyrirtækið flytur þurrkaðar, ferskar og frosnar afurðir frá Íslandi og býður aðstoð fyrir flutninga, hafnarþjónustu, flutninga á sjó og í lofti, aðstoð við tollafgreiðslu, landflutninga og geymsluaðstöðu.

Þér er velkomið að heimsækja Eimskip í sýningarbási C52 til þess að óska fyrirtækinu til hamingju með afmælið eða afla þér nánari upplýsinga um það.