VAKI hefur í meira en þrjá áratugi verið leiðandi fyrirtæki í talningu og stærðarmælingu á eldisfiski, ásamt því að bjóða upp á heildarlausnir við dælingu, flokkun og talningu. Í lok árs 2019 urðu eigendaskipti á VAKA fiskeldiskerfum (VAKI) þegar bandaríska fyrirtækið Biomark keypti allt hlutafé VAKA af Pentair, sem átt hafði VAKA í þrjú ár. Biomark er í eigu MSD Animal Health og vilja fyrirtækin með kaupunum styrkja stöðu sína á fiskeldismarkaði. Áhersla VAKA verður áfram á markaðstengda vöruþróun og aukið hágæða vöruúrval á sviði tækni og gervigreindar. Nýjasta viðbótin í örum vexti VAKA er Density Control sem er viðbót við SmartFlow kerfið sem með aukinni sjálfvirkni stuðlar að skilvirni og bættri velferð fiska. Við hlökkum til að bjóða þig velkominn á standinn okkar E-63. Frekari upplýsingar um vörur og þjónustu VAKA er að finna á vaki.is.
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
Akralind 4
Kopavogur
Iceland
Vefsíða:
www.vaki.is